Málskotsrétturinn er ykkar fólksins 16. júní 2012 05:00 Á fundi í Marel Forsetahjónin heilsuðu starfsmönnum með handabandi áður en Ólafur Ragnar fór upp í pontu. Fréttablaðið/Anton Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira