Innlent

50 missa vinnuna í hagræðingu

Deildir verða sameinaðar í höfuðstöðvum Landsbankans og átta útibúum eða afgreiðslum lokað.
Deildir verða sameinaðar í höfuðstöðvum Landsbankans og átta útibúum eða afgreiðslum lokað. fréttablaðið/rósa
Starfsmönnum Landsbanka Íslands fækkar um 50 um mánaðamótin vegna hagræðingaraðgerða. Átta útibúum verður lokað eða þau sameinuð öðrum og deildir í höfuðstöðvum bankans verða sameinaðar.

29 starfsmönnum var sagt upp og 15 var boðinn starfslokasamningur. Aðrir sem hætta um mánaðamótin höfðu áður sagt upp störfum, að því er segir í tilkynningu.

Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði sameinuð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bankans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðarfirði. Þá verður útibú í Árbæ sameinað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ.

Útibúin hætta störfum 31. maí næstkomandi. Bankinn segir að þessi breyting skýrist að stórum hluta af breytingu á viðskiptaháttum, heimsóknum hafi fækkað hratt á síðustu árum og 80 prósent allra samskipta séu rafræn eða í gegnum síma. Bankinn áætlar að um 400 milljónir króna sparist á ári með þessum breytingum.- þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×