Ráðuneytið segir Deloitte falsa tölur 16. maí 2012 09:00 Löndun Í greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins segir að niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um afleiðingar veiðigjalds séu ekki marktækar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp
Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira