Sér eftir látalátum við geðlækna 26. apríl 2012 01:30 Frá réttarsal í Ósló Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum og lögreglumanni.nordicphotos/AFP „Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
„Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira