Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára 29. febrúar 2012 07:30 Ragnheiður Hildigerður, elsta afmælisbarn landsins, heldur upp á 22. afmælisdaginn sinn í dag með fjölskyldu og vinum. Fréttablaðið/stefán Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira
Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is
Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira