Emil: Fer ekki frá Ítalíu á næstu árum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2012 08:00 Emil Hallfreðsson er hér í leik með Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. Það er nú í öðru sæti, einu stigi á eftir Torino, en tvö efstu liðin komast beint upp í ítölsku úrvalsdeildina. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust úrvalsdeildarsæti. Emil hefur verið atvinnumaður í sjö ár en hann var seldur frá FH til Tottenham í Englandi í desember 2004. Þar fékk hann aldrei tækifæri með aðalliðinu en var sumarið 2006 lánaður til Malmö í Svíþjóð þar sem hann stóð sig vel. Ári síðar seldi Tottenham hann til Lyn í Noregi þar sem hann var í aðeins fáeinar vikur áður en Reggina, sem þá lék í ítölsku úrvalsdeildinni, kom skyndilega til sögunnar og keypti hann. Fyrstu tvö árin fékk hann nokkuð að spila en var svo lánaður í ensku B-deildina þar sem hann spilaði með Barnsley tímabilið 2009-2010. Eftir það sneri hann aftur til Ítalíu og var hann svo lánaður til Hellas Verona haustið 2010 sem lék þá í ítölsku C-deildinni. Liðið komst upp í B-deildina og forráðamenn liðsins hrifust af Emil. Hann var keyptur og þriggja ára samningur gerður við hann. Tímabilið í ár hefur svo verið lyginni líkast en þar að auki er Emil markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk. „Það er þykir nú þokkalegt hjá miðjumanni," segir Emil í léttum dúr við Fréttablaðið en hann hefur nánast alfarið spilað vinstra megin á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Þótti skrýtið að fara í C-deildinaHann segir að gengi liðsins hafi komið mörgum á óvart en ekki þó honum eða liðsfélögum hans. „Það þótti kannski skrýtið hjá mér að fara í C-deildina fyrir tveimur árum en liðið ætlaði sér beint upp og þá vissi ég að allt væri hægt. Það gekk allt upp, ég er ánægður hjá félaginu og líður ótrúlega vel hér í borginni." Hellas Verona er fornfrægt lið og varð ítalskur meistari árið 1985. Það lék síðast í efstu deild árið 2002 en uppgangur liðsins hefur verið mikill síðan Andrea Mandorlini, fyrrum varnarmaður Inter Milan, tók við stjórn þess snemma á síðasta tímabili. Þá var liðið í slæmri stöðu en hann náði að koma liðinu upp og er nú með það við topp B-deildarinnar. Emil er greinilega lykilmaður hjá Mandorlini því hann spilar alla leiki í byrjunarliði og er honum sjaldnast skipt af velli. „Hann hefur breytt miklu og leikmenn hafa náð mjög vel saman undir hans stjórn. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari í bráð og er gott til þess að vita," segir Emil en þegar hann var hjá Reggina voru þjálfaraskipti afar tíð hjá liðinu. Borgarbúar styðja HellasUm 18-20 þúsund áhorfendur eru að meðaltali á leik hjá liðinu og er það mun betur stutt af borgarbúum en Chievo – „litla" liðið í borginni sem leikur þó í úrvalsdeildinni. „Það halda allir með okkur og virðast fæstir vita af Chievo. Það er ótrúlega mikill áhugi og það er von á fleiri stuðningsmönnum til Rómar á morgun [í dag]," segir Emil en í kvöld mætir Hellas Verona stórliði Lazio á útivelli í ítölsku bikarkeppninni. Komist liðið áfram bíður væntanlega AC Milan í næstu umferð. „Við lítum á bikarinn sem bónus en það verður vissulega gaman að fá að spila aftur við þá bestu. Það er það sem maður vill gera." Fótboltinn skemmtilegri á ÍtalíuEmil segist vera hæstánægður á Ítalíu og sér ekki fyrir sér að fara annað á næstunni. „Ég er búinn að koma mér vel inn í tungumálið og menninguna og þó svo að það sé aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni sé ég ekki annað fyrir mér en að vera áfram á Ítalíu – mér finnst fótboltinn skemmtilegri hér en á til dæmis Englandi." Félagaskiptaglugginn frægi er nú opinn á Ítalíu eins og víðar og hefur Emil verið orðaður við önnur lið, eins og stórlið Napoli. „Auðvitað er gaman að heyra það en ég tek svona fregnum fyrst og fremst sem hrósi og merki þess að ég er að standa mig vel. Auðvitað myndi maður hugsa sig um ef tilboð bærist en ég tel lítið vit í öðru en að vera hér áfram. Það eru spennandi tímar fram undan." Ítalski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. Það er nú í öðru sæti, einu stigi á eftir Torino, en tvö efstu liðin komast beint upp í ítölsku úrvalsdeildina. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust úrvalsdeildarsæti. Emil hefur verið atvinnumaður í sjö ár en hann var seldur frá FH til Tottenham í Englandi í desember 2004. Þar fékk hann aldrei tækifæri með aðalliðinu en var sumarið 2006 lánaður til Malmö í Svíþjóð þar sem hann stóð sig vel. Ári síðar seldi Tottenham hann til Lyn í Noregi þar sem hann var í aðeins fáeinar vikur áður en Reggina, sem þá lék í ítölsku úrvalsdeildinni, kom skyndilega til sögunnar og keypti hann. Fyrstu tvö árin fékk hann nokkuð að spila en var svo lánaður í ensku B-deildina þar sem hann spilaði með Barnsley tímabilið 2009-2010. Eftir það sneri hann aftur til Ítalíu og var hann svo lánaður til Hellas Verona haustið 2010 sem lék þá í ítölsku C-deildinni. Liðið komst upp í B-deildina og forráðamenn liðsins hrifust af Emil. Hann var keyptur og þriggja ára samningur gerður við hann. Tímabilið í ár hefur svo verið lyginni líkast en þar að auki er Emil markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk. „Það er þykir nú þokkalegt hjá miðjumanni," segir Emil í léttum dúr við Fréttablaðið en hann hefur nánast alfarið spilað vinstra megin á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Þótti skrýtið að fara í C-deildinaHann segir að gengi liðsins hafi komið mörgum á óvart en ekki þó honum eða liðsfélögum hans. „Það þótti kannski skrýtið hjá mér að fara í C-deildina fyrir tveimur árum en liðið ætlaði sér beint upp og þá vissi ég að allt væri hægt. Það gekk allt upp, ég er ánægður hjá félaginu og líður ótrúlega vel hér í borginni." Hellas Verona er fornfrægt lið og varð ítalskur meistari árið 1985. Það lék síðast í efstu deild árið 2002 en uppgangur liðsins hefur verið mikill síðan Andrea Mandorlini, fyrrum varnarmaður Inter Milan, tók við stjórn þess snemma á síðasta tímabili. Þá var liðið í slæmri stöðu en hann náði að koma liðinu upp og er nú með það við topp B-deildarinnar. Emil er greinilega lykilmaður hjá Mandorlini því hann spilar alla leiki í byrjunarliði og er honum sjaldnast skipt af velli. „Hann hefur breytt miklu og leikmenn hafa náð mjög vel saman undir hans stjórn. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari í bráð og er gott til þess að vita," segir Emil en þegar hann var hjá Reggina voru þjálfaraskipti afar tíð hjá liðinu. Borgarbúar styðja HellasUm 18-20 þúsund áhorfendur eru að meðaltali á leik hjá liðinu og er það mun betur stutt af borgarbúum en Chievo – „litla" liðið í borginni sem leikur þó í úrvalsdeildinni. „Það halda allir með okkur og virðast fæstir vita af Chievo. Það er ótrúlega mikill áhugi og það er von á fleiri stuðningsmönnum til Rómar á morgun [í dag]," segir Emil en í kvöld mætir Hellas Verona stórliði Lazio á útivelli í ítölsku bikarkeppninni. Komist liðið áfram bíður væntanlega AC Milan í næstu umferð. „Við lítum á bikarinn sem bónus en það verður vissulega gaman að fá að spila aftur við þá bestu. Það er það sem maður vill gera." Fótboltinn skemmtilegri á ÍtalíuEmil segist vera hæstánægður á Ítalíu og sér ekki fyrir sér að fara annað á næstunni. „Ég er búinn að koma mér vel inn í tungumálið og menninguna og þó svo að það sé aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni sé ég ekki annað fyrir mér en að vera áfram á Ítalíu – mér finnst fótboltinn skemmtilegri hér en á til dæmis Englandi." Félagaskiptaglugginn frægi er nú opinn á Ítalíu eins og víðar og hefur Emil verið orðaður við önnur lið, eins og stórlið Napoli. „Auðvitað er gaman að heyra það en ég tek svona fregnum fyrst og fremst sem hrósi og merki þess að ég er að standa mig vel. Auðvitað myndi maður hugsa sig um ef tilboð bærist en ég tel lítið vit í öðru en að vera hér áfram. Það eru spennandi tímar fram undan."
Ítalski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn