Fótbolti

Kagawa frá í fjórar vikur til viðbótar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Shinji Kagawa, leikmaður Manchester United, verður frá keppni enn lengur en talið var. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti það í dag.

Kagawa, sem er 23 ára gamall, meiddist í leik með United gegn Braga í Meistaradeild Evrópu fyrir tæpum mánuði síðan.

„Batinn hefur verið nokkuð hægur hjá honum. Hann er ekki byrjaður að æfa og það gætu verið fjórar vikur í hann," sagði Ferguson.

„Þetta verða sennilega sex eða sjö vikur í það heila. Aðalmálið er að fá hann heilan á ný."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×