Innlent

Fjórir handteknir eftir rán og innbrot

Lögreglan handtók fjóra menn í tveimur málum í gærkvöldi og nótt. Í öðru málinu var um rán að ræða og innbrot í hinu.

Í yfirliti frá lögreglunni segir að tilkynnt um rán í videoleigu í austurborginni. Tveir einstaklingar voru grunaðir og handteknir síðar. Þeir eru báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þá var brotist inn í verslun í Skeifunni í nótt. Þar voru tveir einstaklingar einnig handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Af öðrum málum lögreglunnar má nefna að maður var handtekinn fyrir að brjóta rúður í Alþingshúsinu og í tveimur tilvikum var minniháttar kannabisræktun stöðvuð í íbúðahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×