Mjög dapurlegt að svindla á eldri borgurum BBI skrifar 12. júlí 2012 14:52 Gamalt fólk er oft auðtrúa. Mynd/Getty Images „Þetta er auðvitað mjög dapurlegt," segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í eldri borgara og bauð þeim ókeypis heimilisþjónustu. Grunur leikur á um að viðkomandi aðili hafi haft eitthvað misjafnt í hyggju. „En því miður er ekkert sem kemur manni lengur á óvart," segir hann og beinir þeim tilmælum til eldra fólks og aðstandenda að vera á varðbergi. Sem stendur er enginn í sigtinu hjá lögreglu vegna hringinganna. Lögreglu hafa aðeins borist upplýsingar um eitt tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í ellilífeyrisþega og bauð honum heimilisþjónustu án endurgjalds í nafni ákveðinna samtaka. Þegar málið var kannað höfðu samtökin ekki boðið neina slíka þjónustu. Lögregla varar fólk við að þiggja slíka þjónustu án þess að sannreyna fyrst að viðkomandi þjónustuaðili sé sá sem hann segist vera. Lögregla hefur hins vegar ekki hafið rannsókn á málinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin sé stærsti þjónustuaðili heimaþjónustu í borginni. Það séu ekki venjuleg vinnubrögð að hringja í fólk með slík tilboð. Eldri borgari fær ekki þjónustu án þess að sótt hafi verið um hana og umsókn farið í gegnum ákveðið ferli. Ekki sé venjan að starfsmenn borgarinnar komi án þess að búið sé að ákveða tíma. Ef fólk er í vafa getur það hringt í þjónustumiðstöð eða teymistjóra í sínu hverfi. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar 411 1111. Tengdar fréttir Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12. júlí 2012 14:09 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög dapurlegt," segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í eldri borgara og bauð þeim ókeypis heimilisþjónustu. Grunur leikur á um að viðkomandi aðili hafi haft eitthvað misjafnt í hyggju. „En því miður er ekkert sem kemur manni lengur á óvart," segir hann og beinir þeim tilmælum til eldra fólks og aðstandenda að vera á varðbergi. Sem stendur er enginn í sigtinu hjá lögreglu vegna hringinganna. Lögreglu hafa aðeins borist upplýsingar um eitt tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í ellilífeyrisþega og bauð honum heimilisþjónustu án endurgjalds í nafni ákveðinna samtaka. Þegar málið var kannað höfðu samtökin ekki boðið neina slíka þjónustu. Lögregla varar fólk við að þiggja slíka þjónustu án þess að sannreyna fyrst að viðkomandi þjónustuaðili sé sá sem hann segist vera. Lögregla hefur hins vegar ekki hafið rannsókn á málinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin sé stærsti þjónustuaðili heimaþjónustu í borginni. Það séu ekki venjuleg vinnubrögð að hringja í fólk með slík tilboð. Eldri borgari fær ekki þjónustu án þess að sótt hafi verið um hana og umsókn farið í gegnum ákveðið ferli. Ekki sé venjan að starfsmenn borgarinnar komi án þess að búið sé að ákveða tíma. Ef fólk er í vafa getur það hringt í þjónustumiðstöð eða teymistjóra í sínu hverfi. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar 411 1111.
Tengdar fréttir Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12. júlí 2012 14:09 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12. júlí 2012 14:09