Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla 20. janúar 2012 08:30 Læknaneminn Kristján Már fékk nóg af því að strita á pitsustað fyrir lág laun og hefur nú komið sér upp stöðugu tekjustreymi með blogginu Kris Health Blog á slóðinni kriskris.com. Fréttablaðið/Stefán Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira