Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla 20. janúar 2012 08:30 Læknaneminn Kristján Már fékk nóg af því að strita á pitsustað fyrir lág laun og hefur nú komið sér upp stöðugu tekjustreymi með blogginu Kris Health Blog á slóðinni kriskris.com. Fréttablaðið/Stefán Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira