Enski boltinn

Carroll mögulega frá í átta vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Óttast er að meiðslin sem Andy Carroll varð fyrir í leik West Ham og Fulham um helgina séu verri en fyrst var óttast og að hann verði frá í átta vikur.

Carroll virtist hafa tognað aftan í læri en hann átti góðan leik í 3-0 sigri West Ham. Það var hans fyrsti leikur með liðinu eftir að hann kom sem lánsmaður frá Liverpool.

Carroll fór upp í skallaeinvígi gegn Brede Hangeland í leiknum og gat ekki spilað meira eftir það. Hann þurfti til að mynda að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðslanna. England mætir Moldóvu á föstudagskvöldið.

Daily Mail fullyrðir að Sam Allardyce, stjóri West Ham, óttist nú að geta ekki notað Carroll næstu tvo mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×