Innlent

Taka upp netin vegna laxleysis

Mörg góð veiðivötn byggja á stofnum sem ganga upp Hvítá og Ölfusá.fréttablaðið/gva
Mörg góð veiðivötn byggja á stofnum sem ganga upp Hvítá og Ölfusá.fréttablaðið/gva fréttablaðið/gva
Hópur netaveiðirétthafa í Ölfusá og Hvítá mælast til þess að netaveiðibændur dragi úr veiðisókn eða taki upp netin á vatnasvæðinu það sem eftir lifir veiðitíma í sumar. Þetta er gert vegna lítillar laxveiði á svæðinu það sem af er veiðitímans.

Hópurinn fundaði með fulltrúa Veiðimálastofnunar á miðvikudag til að ræða ástand fiskistofna á vatnasvæðinu.

Í ályktun fundarins segir að nauðsynlegt sé að láta laxastofna á svæðinu með þessari aðgerð njóta vafans, og stuðla þannig að því að fleiri laxar nái að hrygna til að bæta seiðabúskap ánna.

Netaveiði á svæðinu hefur lengi verið umdeild en seinkun á netaveiði um tvær til þrjár vikur snemmsumars hefur undanfarin ár verið felld af Veiðifélagi Árnesinga. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×