Grunnskólakennari líkir samkynhneigðum við bankaræningja Erla Hlynsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 19:18 Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira