Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar 9. febrúar 2012 08:30 Shiraz-vínið þykir í raun lítið annað en auglýsing fyrir ólifnað Lemmy og félaga í Motörhead. Það vill ÁTVR ekki sjá. nordicphotos/afp ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira