Innlent

Byggðasafn Suður-Þingeyinga fékk Safnaverðlaunin

Byggðasafn Suður-Þingeyinga hlaut í dag Safnaverðlaunin 2012.
Byggðasafn Suður-Þingeyinga hlaut í dag Safnaverðlaunin 2012. mynd/Byggðasafn Suður-Þingeyinga
Byggðasafn Suður-Þingeyinga hlaut í dag Safnaverðlaunin 2012. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að safnið hljóti verðlaunin fyrir nýja grunnsýningu sem ber yfirskriftina Mannlíf og náttúru - 100 ár í Þingeyjarsýslum og stendur hún í Safnahúsinu á Húsavík.

Það er mat dómefndar að í sýningunni sé sleginn nýr og hressilegur í sýningarhefð safna. Við gerð sýningarinnar var valin sú leið að draga upp mynd af sögu byggðarinnar í samspili manns og náttúru í stað hefðbundinnar aðgreiningar á menningu og náttúru.

Listasafn Einars Jónssonar var einnig tilnefnt til verðlaunanna ásamt Þjóðminjasafni Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×