Enski boltinn

Laudrup segist vera búinn að finna arftaka Gylfa hjá Swansea

Michu fagnar um helgina.
Michu fagnar um helgina.
Michael Laudrup, stjóri Swansea, er í skýjunum með Spánverjann Michu sem hann fékk frá Rayo Vallecano á dögunum. Hann var frábær í fyrsta leik Swansea og skoraði tvö mörk.

Þetta voru greinilega kostakaup hjá Laudrup því leikmaðurinn kostaði aðeins 2 milljónir punda. Laudrup er sannfærður um að stuðningsmenn Swansea þurfi ekki að sakna Gylfa Sigurðssonar þegar Michu er kominn.

"Hann er að verða betri og á bara eftir að styrkjast. Ég hef mikla trú á honum," sagði Laudrup og bætti við að það mætti gera mjög góð kaup í gæðaleikmönnum á Spáni þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×