Fótbolti

Aron og Heiðar byrjuðu í markalausum leik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND / VILHELM
Aron Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Cardiff City á útivelli gegn Brighton & Hove Albion í ensku B-deildinni í kvöld en þrátt fyrir það var ekki skoraði í leiknum.

Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff en Heiðari var skipt útaf á 77. mínútu. Cardiff er með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina en þrátt fyrir fjölmörg færi og fjörugan leik var ekki skorað í Brighton í kvöld.

Björn Bergmann Sigurðarson lék síðustu 26 mínúturnar fyrir Wolves sem sigruðu Barnsley 3-1 í kvöld. Staðan var 2-0 þegar Björn Bergmann kom inn á en liðið náði þar með að hrista af sér vonbrigðin eftir tap gegn Leeds United í fyrstu umferð deildarinnar.

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Rotherham United sem tapaði 2-1 á útivelli fyrir Northampton Town í ensku D-deildinni. Kári lék sem fyrr á miðjunni fyrir Rotherham sem er með þrjú stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×