Enski boltinn

Lampard hetjan í sigri Chelsea

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Chelsea vann mjög góðan útisigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Frank Lampard var hetja Chelsea en hann skoraði bæði mörk liðsins.

Everton fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Steven Pienaar skoraði á annarri mínútu leiksins. Pienaar fylgdi þá eftir skoti Victor Anichebe sem hafnaði í stönginni.

Lampard sannaði hins vegar vægi sitt í Chelsea liðinu í dag og tryggði Lundúnarliðinu sigur með tveimur mörkum. Fyrst jafnaði hann leikinn með skalla á 42. mínútu eftir sendingu frá Ramires og var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu þegar hann mokaði boltanum í netið af stuttu færi eftir að Tim Howard varði skot Juan Mata.

Með sigrinum fer Chelsea í 38 stig í þriðja sæti og er þetta þriðji sigurleikur liðsins í röð. Everton er í 6. sæti með 33 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×