Innlent

Loka milljarða gati með aðhaldi og auknum sköttum

Ríkisstjórn Íslands
Ríkisstjórn Íslands
Í drögum að fjárlagafrumvarpinu er leitast við að loka gati upp á sextán milljarða króna. Það verður gert með aðhaldi í útgjöldum ríkisins og aukinni tekjuöflun með sköttum og gjöldum. Þá reyndist tekjuaukningin meiri en gert var ráð fyrir í fyrra.

Drögin að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár var kynnt á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og fyrir þingflokkum stjórnarflokkana í gærmorgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er gert ráð fyrir því að ríkinu takist að loka sextán milljarða króna gati í ríkisfjármálunum.

Það verður gert með aðhaldi í útgjöldum og tekjuöflun með sköttum og opinberum gjöldum. Gert er ráð fyrir því að aðhaldið nemi um það bil einu prósenti af veltu. Reynt verður að draga úr stjórnsýslu- og rekstrarkostnaði hins opinbera en jafnframt er miðað er við helmingi minna aðhald í velferðarkerfinu en á öðrum sviðum stjórnsýslunnar.

Þá vekur athygli að tekjur virðast aukast á milli ára en tekjuaukningin varð meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum sem fylgdu fjárlögum þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×