Lilleström með Björn Bergmann Gunnlaugsson og Pálma Rafn Pálmason innanborðs tapaði í dag 1-0 á heimavelli gegn toppliði Strömsgodset.
Björn Bergmann og Pálmi Rafn spiluðu allan leikinn fyrir Lilleström sem enn hefur ekki tekist að vinna leik. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.
Strömsgodset situr á toppi deildarinnar með 13 stig en fjölmargir leikir fara fram í dag.

