Fótbolti

Varamarkvörðurinn hljóp inn á og bjargaði marki | Myndband

Deyja fyrir klúbbinn er mottó margra félaga. Það er þó takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga en varamarkvörður í Argentínu setti nýja staðla á dögunum.

Í leik neðrideildarliðanna San Martin og Bell Ville hljóp varamarkvörðurinn Marcos Juarez óvænt inn á völlinn og bjargaði öruggu marki hjá andstæðingunum.

Andstæðingurinn fékk óbeina aukaspyrnu í staðinn fyrir markið sem ekki tókst að nýta. Varamarkvörðurinn er þó á leið í bann.

Þetta stórkostlega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×