Fótbolti

Zlatan Ibrahimovic vonast til þess að Messi fái ekki Gullknöttinn

Lionel Messi og Zlatan Ibrahimovic voru liðsfélagar hjá Barcelona.
Lionel Messi og Zlatan Ibrahimovic voru liðsfélagar hjá Barcelona. Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur sterkar skoðanir á hlutunum og sænski landsliðsframherjinn vonast til þess að Lionel Messi fái ekki Gullknöttinn þegar tilkynnt verður um valið á knattspyrnumanni ársins 2012. Messi er einn af þremur leikmönnum sem tilnefndir eru í kjörinu sem Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og France Football standa að í sameiningu.

Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid) og Andrés Iniesta (Barcelona) eru tilnefndir. Ibrahimovic virðist ekki vera sáttur við Messi en þeir voru liðsfélagar á sínum tíma hjá Barcelona.

Í sjónvarpsviðtali sem birt var á TV1 í Frakklandi sagði Ibrahimovic að hann það væri best fyrir kjörið að einhver annar en Messi fengi Gullknköttinn eftirsótta. „Hversu oft hefur Messi fengið þessa viðurkenningu?, tvisvar eða þrisvar, ef dómnefndin ætlar að hafa meiri sanngirni í þessu kjöri þá þarf einhver annar að vinna þetta í ár," sagði Ibrahimovic m.a. í viðtalinu.

Messi hefur þrívegis fengið þessa viðurkenningu líkt og Johan Cruyff, Michel Platini og Marco van Basten. Kjörinu verður lýst þann 7. janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×