Fótbolti

Aron getur ekki spilað með landsliðinu

Aron í leik gegn enska U-21 árs liðinu.
Aron í leik gegn enska U-21 árs liðinu.
Aron Jóhannsson, markamaskína AGF, hefur neyðst til þess að draga sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

Aron hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarin mánuð og hann varð að fara af velli í gær vegna meiðslanna.

"Þetta er alveg hrikalega fúlt. Ég hef oft verið hressari. Ég verð að viðurkenna það," sagði Aron við Vísi í dag.

Hann hefur farið hamförum í dönsku úrvalsdeildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar með tólf mörk í tólf leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×