Loksins sigur hjá Chelsea | Barton skoraði og fékk rautt 2. janúar 2012 11:42 Chelsea vann í dag sinn fyrsta sigur í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea sótti þá Wolves heim og vann afar nauman sigur. Heiðar Helguson var eini Íslendingurinn sem lék í úrvalsdeildinni í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki kominn til Swansea. Heiðar var í byrjunarliði QPR gegn Norwich. Þar var hinn nýbakaði faðir Joey Barton í aðalhlutverki. Hann skoraði fyrsta mark leiksins en fékk svo rautt spjald skömmu síðar fyrir að skalla leikmann Norwich. Sjónvarpsupptökur af atvikinu voru ekki mjög góðar en Barton var afar ósáttur við brottvísunina. Hann sagðist vera alsaklaus. Heiðar var nýfarinn af velli þegar Norwich skoraði sigurmark leiksins. Chelsea lenti í basli gegn Wolves og mátti þakka fyrir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik. Lampard fékk gult spjald fyrir skrautlega tæklingu og Ashley Cole hefði hæglega getað fokið af velli með tvö gul en slapp með skrekkinn. Þess utan voru Úlfarnir að skapa sér betri færi. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins er Ramires kom Chelsea yfir með huggulega skoti í teignum. Fögnuður Chelsea-manna var táknrænn en nokkrir leikmenn liðsins söfnuðust saman og hlupu að stjóranum, Andre Villas-Boas. Miklar sögusagnir eru um ósætti í herbúðum Chelsea en leikmenn reyndu að slá á þær sögusagnir með þessum gjörningi. Ekki tóku þó allir leikmenn þátt í þessum fögnuði. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum nældu Úlfarnir í verðskuldað jöfnunarmark. Steven Ward skoraði þá með föstu skoti í teignum. Leikmenn Chelsea lögðu ekki árar í bát og Frank Lampard skoraði sigurmark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Sendi frá Cole í teiginn og Lampard framlengdi í netið.Úrslit dagsins:Aston Villa-Swansea 0-2 0-1 Nathan Dyer (5.), 0-2 Wayne Routledge (47.)Blackburn-Stoke 1-2 0-1 Peter Crouch (16.), 0-2 Peter Crouch (45.), 1-2 David Goodwillie (71.)QPR-Norwich 1-2 1-0 Joey Barton (11.), 1-1 Anthony Pilkington (41.), 1-2 Steve Morison (83.) Rautt spjald: Joey Barton, QPR (36.)Wolves-Chelsea 1-2 0-1 Ramires (54.), 1-1 Stephen Ward (85.), 1-2 Frank Lampard (89.) Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Chelsea vann í dag sinn fyrsta sigur í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea sótti þá Wolves heim og vann afar nauman sigur. Heiðar Helguson var eini Íslendingurinn sem lék í úrvalsdeildinni í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves og Gylfi Þór Sigurðsson er ekki kominn til Swansea. Heiðar var í byrjunarliði QPR gegn Norwich. Þar var hinn nýbakaði faðir Joey Barton í aðalhlutverki. Hann skoraði fyrsta mark leiksins en fékk svo rautt spjald skömmu síðar fyrir að skalla leikmann Norwich. Sjónvarpsupptökur af atvikinu voru ekki mjög góðar en Barton var afar ósáttur við brottvísunina. Hann sagðist vera alsaklaus. Heiðar var nýfarinn af velli þegar Norwich skoraði sigurmark leiksins. Chelsea lenti í basli gegn Wolves og mátti þakka fyrir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik. Lampard fékk gult spjald fyrir skrautlega tæklingu og Ashley Cole hefði hæglega getað fokið af velli með tvö gul en slapp með skrekkinn. Þess utan voru Úlfarnir að skapa sér betri færi. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins er Ramires kom Chelsea yfir með huggulega skoti í teignum. Fögnuður Chelsea-manna var táknrænn en nokkrir leikmenn liðsins söfnuðust saman og hlupu að stjóranum, Andre Villas-Boas. Miklar sögusagnir eru um ósætti í herbúðum Chelsea en leikmenn reyndu að slá á þær sögusagnir með þessum gjörningi. Ekki tóku þó allir leikmenn þátt í þessum fögnuði. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum nældu Úlfarnir í verðskuldað jöfnunarmark. Steven Ward skoraði þá með föstu skoti í teignum. Leikmenn Chelsea lögðu ekki árar í bát og Frank Lampard skoraði sigurmark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Sendi frá Cole í teiginn og Lampard framlengdi í netið.Úrslit dagsins:Aston Villa-Swansea 0-2 0-1 Nathan Dyer (5.), 0-2 Wayne Routledge (47.)Blackburn-Stoke 1-2 0-1 Peter Crouch (16.), 0-2 Peter Crouch (45.), 1-2 David Goodwillie (71.)QPR-Norwich 1-2 1-0 Joey Barton (11.), 1-1 Anthony Pilkington (41.), 1-2 Steve Morison (83.) Rautt spjald: Joey Barton, QPR (36.)Wolves-Chelsea 1-2 0-1 Ramires (54.), 1-1 Stephen Ward (85.), 1-2 Frank Lampard (89.)
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira