Íslenski boltinn

Jóhann Birnir áfram með Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd / Guðmundur Bjarki Halldórsson
Jóhann Birnir Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Keflavíkur en það er staðfest á heimasíðu félagsins í dag.

Jóhann Birnir var valinn leikmaður ársins í Keflavík en þessi 34 ára kappi lék fyrst með félaginu árið 1994. Hann var um tíma atvinnumaður í Englandi, Noregi og Svíþjóð en kom aftur til Keflavíkur árið 2008.

Hann á að baki 126 leiki með Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim alls 34 mörk. Hann hefur átta sinnum spilað með A-landsliði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×