Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:00 Ágangur fugla hefur víða hrakið bændur frá því að rækta korn. Búfræðingur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir það áfall ef bændur gefist upp á kornrækt enda kunni að vera ódýrara fyrir bændur að kaupa korn fremur en að rækta það sjálfir. Fréttablaðið/Valli Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira