Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:00 Ágangur fugla hefur víða hrakið bændur frá því að rækta korn. Búfræðingur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir það áfall ef bændur gefist upp á kornrækt enda kunni að vera ódýrara fyrir bændur að kaupa korn fremur en að rækta það sjálfir. Fréttablaðið/Valli Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira