Íslenski boltinn

Magnús: Viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Gylfason gerði í dag þriggja ára samning við Val og mun hann því stýra liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar.

„Við höfum nú verið að tala saman í nokkurn tíma og þetta hefur verið að gerast síðustu vikurnar,“ sagði Magnús sem var síðast þjálfari ÍBV.

Valur hafnaði í áttunda sæti deildarinnar í sumar og þótti valda vonbrigðum.

„Valur stefnir að því að gera betur en í fyrra. Heilt yfir eru fullt af góðum leikmönnum í Val en við verðum að sjá til hvernig mannskapurinn lítur út í vor,“ sagði Magnús.

„Ég held að það séu allir sammála um að Valur sé með mannskap og hefði átt að gera betur í sumar.“

Aðstoðarmaður Magnúsar hefur ekki verið ráðinn en Magnús segir að hann sé nú að vinna í þeim málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×