Katrín: Stærstu vonbrigðin eru átök innan flokksins Karen Kjartansdóttir skrifar 25. ágúst 2012 12:34 Mynd/Stefán Karlsson Hópur innan vinstri grænna virðist vilja að flokkurinn gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við Evrópusambandið. Þetta kom meðal annars fram í opnunarræðu varaformanns á flokkráðfundi í gærkvöld. Segist hún ánægð með árangurinn í ríkisstjórn, stæstu vonbrigðin séu átök innan eigin flokks. Samkvæmt ákvörðun landsfundar um fyrirkomulag funda verður flokksráðsfundurinn sem stendur yfir helgina nýtturí málefnavinnu en ekki almennar umræður eða ályktanir. Búist er við að umræður um Evrópumálin taki drjúgan tíma á fundinum enda hafa hörð átök verið innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um þau mál eftir að flokkurinn hóf ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni. Þessi átök uruð Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni vinstri grænna, að umtalsefni í opnunarræðunni sem hún flutti í gærkvöldi. "Ég fór náttúrulega yfir það að ég tel að það sé mjög margt sem við getum verið stolt af í okkar ríkisstjórnarsamstarfi. Ég tel að við höfum nýtt tímann vel til að vinna að okkar markmiðum en að sama skapi hefur mér þótt stundum þau átök, sem ég tel þó eðlilegt að eigi sér stað, þannig að það sé ráðist á manninn en ekki boltann," segir Katrín í samtali við fréttastofu. Í ræðunni sagði hún orðrétt: "Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk sættir sig ekki við að vera í minnihluta með sín sjónarmið heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri og lætur aldrei staðreyndir hafa nein áhrif á sinn málflutning." Í ræðunni sagði Katrín að árangur Íslands í efnahagskreppunni í heiminum hafi vakið athygli á alþjóðavettvangi. Hann sýnir að sú leið sem ríkisstjórnin hafi farið skili árangri á meða aðgerðir hægrisinnaðra ríkisstjórna hafi á sama tíma dýpkað kreppuna í þeirra löndum. Hún sé því ánægð með starfið. Stærstu vonbrigði hennar á kjörtímabilinu eru að sú samstaða og samheldni sem hún segi að einkennt hafi flokkinn hafi horfið. Sérstaklega hafi umræður um Evrópumálin reynst flokknum erfið. Nú sé svo komið að hópur flokksmanna vilji að Vinstrihreyfingin - grænt framboð gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. "Flestir í þessum flokki líta á hann sem heildstæða stjórnmálahreyfingu sem hafi mjög skýr markmið hvort sem það er félagslegt réttlæti, sjálfbærni eða sjálfstæða utanríkisstefnu. Aðrir hafa kosið að líta svo á að flokkurinn hafi verið stofnaður um eitt mál. Ég held að flokkurinn sé mjög sammála um að við eigum ekki að ganga í ESB en það sé eitt af stefnumálum flokksins en ekki það eina." Katrín hafnar því að vinstri græn hafi sýnt Samfylkingunni þjónkun. Meðal þeirra spurninga sem þurfi að spyrja og svara sé hvort aðild að Evrópusambandinu þjóni því markmiði að stuðla að því að á Íslandis séu velferðarsamfélag. Hennar svar sé nei, Evrópusambandi stuðli ekki að bættri velferð. Hún telji þó að spyrja eigi þjóðina sömu spurningar. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Hópur innan vinstri grænna virðist vilja að flokkurinn gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við Evrópusambandið. Þetta kom meðal annars fram í opnunarræðu varaformanns á flokkráðfundi í gærkvöld. Segist hún ánægð með árangurinn í ríkisstjórn, stæstu vonbrigðin séu átök innan eigin flokks. Samkvæmt ákvörðun landsfundar um fyrirkomulag funda verður flokksráðsfundurinn sem stendur yfir helgina nýtturí málefnavinnu en ekki almennar umræður eða ályktanir. Búist er við að umræður um Evrópumálin taki drjúgan tíma á fundinum enda hafa hörð átök verið innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um þau mál eftir að flokkurinn hóf ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni. Þessi átök uruð Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni vinstri grænna, að umtalsefni í opnunarræðunni sem hún flutti í gærkvöldi. "Ég fór náttúrulega yfir það að ég tel að það sé mjög margt sem við getum verið stolt af í okkar ríkisstjórnarsamstarfi. Ég tel að við höfum nýtt tímann vel til að vinna að okkar markmiðum en að sama skapi hefur mér þótt stundum þau átök, sem ég tel þó eðlilegt að eigi sér stað, þannig að það sé ráðist á manninn en ekki boltann," segir Katrín í samtali við fréttastofu. Í ræðunni sagði hún orðrétt: "Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk sættir sig ekki við að vera í minnihluta með sín sjónarmið heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri og lætur aldrei staðreyndir hafa nein áhrif á sinn málflutning." Í ræðunni sagði Katrín að árangur Íslands í efnahagskreppunni í heiminum hafi vakið athygli á alþjóðavettvangi. Hann sýnir að sú leið sem ríkisstjórnin hafi farið skili árangri á meða aðgerðir hægrisinnaðra ríkisstjórna hafi á sama tíma dýpkað kreppuna í þeirra löndum. Hún sé því ánægð með starfið. Stærstu vonbrigði hennar á kjörtímabilinu eru að sú samstaða og samheldni sem hún segi að einkennt hafi flokkinn hafi horfið. Sérstaklega hafi umræður um Evrópumálin reynst flokknum erfið. Nú sé svo komið að hópur flokksmanna vilji að Vinstrihreyfingin - grænt framboð gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. "Flestir í þessum flokki líta á hann sem heildstæða stjórnmálahreyfingu sem hafi mjög skýr markmið hvort sem það er félagslegt réttlæti, sjálfbærni eða sjálfstæða utanríkisstefnu. Aðrir hafa kosið að líta svo á að flokkurinn hafi verið stofnaður um eitt mál. Ég held að flokkurinn sé mjög sammála um að við eigum ekki að ganga í ESB en það sé eitt af stefnumálum flokksins en ekki það eina." Katrín hafnar því að vinstri græn hafi sýnt Samfylkingunni þjónkun. Meðal þeirra spurninga sem þurfi að spyrja og svara sé hvort aðild að Evrópusambandinu þjóni því markmiði að stuðla að því að á Íslandis séu velferðarsamfélag. Hennar svar sé nei, Evrópusambandi stuðli ekki að bættri velferð. Hún telji þó að spyrja eigi þjóðina sömu spurningar.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira