Katrín: Stærstu vonbrigðin eru átök innan flokksins Karen Kjartansdóttir skrifar 25. ágúst 2012 12:34 Mynd/Stefán Karlsson Hópur innan vinstri grænna virðist vilja að flokkurinn gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við Evrópusambandið. Þetta kom meðal annars fram í opnunarræðu varaformanns á flokkráðfundi í gærkvöld. Segist hún ánægð með árangurinn í ríkisstjórn, stæstu vonbrigðin séu átök innan eigin flokks. Samkvæmt ákvörðun landsfundar um fyrirkomulag funda verður flokksráðsfundurinn sem stendur yfir helgina nýtturí málefnavinnu en ekki almennar umræður eða ályktanir. Búist er við að umræður um Evrópumálin taki drjúgan tíma á fundinum enda hafa hörð átök verið innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um þau mál eftir að flokkurinn hóf ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni. Þessi átök uruð Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni vinstri grænna, að umtalsefni í opnunarræðunni sem hún flutti í gærkvöldi. "Ég fór náttúrulega yfir það að ég tel að það sé mjög margt sem við getum verið stolt af í okkar ríkisstjórnarsamstarfi. Ég tel að við höfum nýtt tímann vel til að vinna að okkar markmiðum en að sama skapi hefur mér þótt stundum þau átök, sem ég tel þó eðlilegt að eigi sér stað, þannig að það sé ráðist á manninn en ekki boltann," segir Katrín í samtali við fréttastofu. Í ræðunni sagði hún orðrétt: "Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk sættir sig ekki við að vera í minnihluta með sín sjónarmið heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri og lætur aldrei staðreyndir hafa nein áhrif á sinn málflutning." Í ræðunni sagði Katrín að árangur Íslands í efnahagskreppunni í heiminum hafi vakið athygli á alþjóðavettvangi. Hann sýnir að sú leið sem ríkisstjórnin hafi farið skili árangri á meða aðgerðir hægrisinnaðra ríkisstjórna hafi á sama tíma dýpkað kreppuna í þeirra löndum. Hún sé því ánægð með starfið. Stærstu vonbrigði hennar á kjörtímabilinu eru að sú samstaða og samheldni sem hún segi að einkennt hafi flokkinn hafi horfið. Sérstaklega hafi umræður um Evrópumálin reynst flokknum erfið. Nú sé svo komið að hópur flokksmanna vilji að Vinstrihreyfingin - grænt framboð gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. "Flestir í þessum flokki líta á hann sem heildstæða stjórnmálahreyfingu sem hafi mjög skýr markmið hvort sem það er félagslegt réttlæti, sjálfbærni eða sjálfstæða utanríkisstefnu. Aðrir hafa kosið að líta svo á að flokkurinn hafi verið stofnaður um eitt mál. Ég held að flokkurinn sé mjög sammála um að við eigum ekki að ganga í ESB en það sé eitt af stefnumálum flokksins en ekki það eina." Katrín hafnar því að vinstri græn hafi sýnt Samfylkingunni þjónkun. Meðal þeirra spurninga sem þurfi að spyrja og svara sé hvort aðild að Evrópusambandinu þjóni því markmiði að stuðla að því að á Íslandis séu velferðarsamfélag. Hennar svar sé nei, Evrópusambandi stuðli ekki að bættri velferð. Hún telji þó að spyrja eigi þjóðina sömu spurningar. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hópur innan vinstri grænna virðist vilja að flokkurinn gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við Evrópusambandið. Þetta kom meðal annars fram í opnunarræðu varaformanns á flokkráðfundi í gærkvöld. Segist hún ánægð með árangurinn í ríkisstjórn, stæstu vonbrigðin séu átök innan eigin flokks. Samkvæmt ákvörðun landsfundar um fyrirkomulag funda verður flokksráðsfundurinn sem stendur yfir helgina nýtturí málefnavinnu en ekki almennar umræður eða ályktanir. Búist er við að umræður um Evrópumálin taki drjúgan tíma á fundinum enda hafa hörð átök verið innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um þau mál eftir að flokkurinn hóf ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni. Þessi átök uruð Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni vinstri grænna, að umtalsefni í opnunarræðunni sem hún flutti í gærkvöldi. "Ég fór náttúrulega yfir það að ég tel að það sé mjög margt sem við getum verið stolt af í okkar ríkisstjórnarsamstarfi. Ég tel að við höfum nýtt tímann vel til að vinna að okkar markmiðum en að sama skapi hefur mér þótt stundum þau átök, sem ég tel þó eðlilegt að eigi sér stað, þannig að það sé ráðist á manninn en ekki boltann," segir Katrín í samtali við fréttastofu. Í ræðunni sagði hún orðrétt: "Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk sættir sig ekki við að vera í minnihluta með sín sjónarmið heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri og lætur aldrei staðreyndir hafa nein áhrif á sinn málflutning." Í ræðunni sagði Katrín að árangur Íslands í efnahagskreppunni í heiminum hafi vakið athygli á alþjóðavettvangi. Hann sýnir að sú leið sem ríkisstjórnin hafi farið skili árangri á meða aðgerðir hægrisinnaðra ríkisstjórna hafi á sama tíma dýpkað kreppuna í þeirra löndum. Hún sé því ánægð með starfið. Stærstu vonbrigði hennar á kjörtímabilinu eru að sú samstaða og samheldni sem hún segi að einkennt hafi flokkinn hafi horfið. Sérstaklega hafi umræður um Evrópumálin reynst flokknum erfið. Nú sé svo komið að hópur flokksmanna vilji að Vinstrihreyfingin - grænt framboð gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. "Flestir í þessum flokki líta á hann sem heildstæða stjórnmálahreyfingu sem hafi mjög skýr markmið hvort sem það er félagslegt réttlæti, sjálfbærni eða sjálfstæða utanríkisstefnu. Aðrir hafa kosið að líta svo á að flokkurinn hafi verið stofnaður um eitt mál. Ég held að flokkurinn sé mjög sammála um að við eigum ekki að ganga í ESB en það sé eitt af stefnumálum flokksins en ekki það eina." Katrín hafnar því að vinstri græn hafi sýnt Samfylkingunni þjónkun. Meðal þeirra spurninga sem þurfi að spyrja og svara sé hvort aðild að Evrópusambandinu þjóni því markmiði að stuðla að því að á Íslandis séu velferðarsamfélag. Hennar svar sé nei, Evrópusambandi stuðli ekki að bættri velferð. Hún telji þó að spyrja eigi þjóðina sömu spurningar.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira