Fótbolti

Allt varð vitlaust þegar Drogba skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Senegal á von á þungri refsingu frá FIFA eftir að dómarinn varð að flauta af leik Senegal og Fílabeinsstrandarinnar í kvöld eftir að mikil ólæti brutust út meðal stuðningsmanna Senegal. Þetta var seinni leikur liðanna í umspili um sæti í úrslitum Afríkukeppninnar sem fer fram í byrjun næsta árs.

Fílabeinsströndin vann fyrri leikinn 4-2 á heimavelli sínum en allt varð vitlaust á vellinum þegar Didier Drogba skoraði annað markið sitt í leiknum úr vítaspyrnu. Drogba kom þá liði Fílabeinsstrandarinnar í 2-0 og þar með 6-2 samanlagt. Drogba skoraði fyrra markið sitt beint úr aukaspyrnu.

Dómari leiksins flautaði leikinn síðan af þegar fjórtán mínútur voru eftir. Það má búast við því að þessi úrslit verði látin standa.

Óeirðalörgregla varð að fylgja leikmönnum beggja liða af vellinum og mynda varnarvegg í kringum mörg hundruð stuðningsmenn Fílabeinsstrandarinnar sem máttu þola ofsóknir heimamanna. Einn af dómurum leiksins varð fyrir hlut sem kastað var úr stúkunni og þúsundir áhorfenda kveiktu í og brutu allt sem þeir komust í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×