Jóhann Berg: Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 22:16 Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Anton Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira