Innlent

Ferðakonan gekkst undir aðgerð

Breska ferðakonan, sem féll nokkra metra ofan í Hamragil við Þórsmerkurleið síðdegis í gær, gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum í gærkvöldi.

Hún er mikið slösuð, en ekki í lífshættu. Ekki liggur enn fyrir hvernig þetta gerðist, en konan var í hópi ferðamanna. Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×