Fótbolti

Drogba vill að Zaha spili fyrir Fílabeinsströndina

Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Baráttan um landsliðsþjónustu Wilfried Zaha er hafin. Strákurinn var valinn í enska landsliðshópinn í gær en hann getur einnig spilað fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar.

Þessi tvítugi leikmaður Crystal Palace er fæddur í Afríku en flutti fjögurra ára gamall til Englands. Hann hefur þegar spilað fyrir enska U-21 árs landsliðið en á meðan hann hefur ekki spilað A-landsleik fyrir England er hann enn gjaldgengur í landslið Fílabeinsstrandarinnar.

Frægasti knattspyrnumaður Fílabeinsstrandarinnar, Didier Drogba, hefur þegar sett sig í samband við leikmanninn unga og reynt að hafa áhrif á ákvörðun hans.

England spilar við Svíþjóð á miðvikudag og ef Zaha spilar þann leik getur hann ekki spilað fyrir Fílabeinsströndina næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×