Fótbolti

Van Gaal: Verð hálshöggvinn ef mér mistekst

Hinn nýi landsliðsþjálfari Hollands, Louis van Gaal, er ánægður með byrjunina hjá liðinu í undankeppni HM en segist einnig gera sér grein fyrir afleiðingunum gangi liðinu ekki vel.

Van Gaal viðurkennir að hann sé að taka áhættu með nýjum leikmönnum í liðinu en það hefur ekki komið að sök í fyrstu leikjunum sem Holland hefur unnið.

Reyndir leikmenn eins og Rafael van der Vaart, Nigel de Jong og Gregory van deer Wiel eru út í kuldanum fyrir óþekktari leikmenn.

"Reynslan skiptir máli en það er líka gott að nota unga leikmenn. Ég spilaði Seedorf fyrst 16 ára, Iniesta 17 ára og Xavi 18 ára," sagði Van Gaal.

"Það er reyndar erfiðara að taka áhættur með landslið. Ef allt fer til fjandans verð ég nefnilega hálshöggvinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×