Blatter: Höness að kenna að München fékk ekki Vetrarólympíuleikana 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 22:45 Höness á góðri stundu. nordic photos / getty images Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira