Ný aðferð í lestrarkennslu gæti bætt lesskilning barna BBI skrifar 15. ágúst 2012 14:53 Mynd/Getty Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira