Vinstri Græn bera að hluta ábyrgð á töfum aðildarviðræðna 15. ágúst 2012 19:54 Ekki verður gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir ákall um slíkt frá ráðherrum Vinstri grænna. Vinstri græn bera að hluta ábyrgð á töfum á aðildarviðræðunum, enda neitaði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að veita umboð til að semja um annað en tollvernd í landbúnaði. Síðustu daga hafa þrír ráðherrar Vinstri grænna farið mikinn og sagst vilja endurskoða aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Af 35 samningsköflum hafa aðeins 18 verið opnaðir. Töf á viðræðum við sambandið skrifast samt að hluta á Vinstri græn. Það bera fundargerðir samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu með sér. Til dæmis fundargerð frá 19. maí í fyrra. Þar lýsir formaður samninganefndarinnar því yfir að umboð fulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í samninganefndinni sé takmarkað að því er varðar skoðun á öðrum kostum en tollvernd auk þess sem ekki væri til staðar umboð til að vinna að áætlanagerð. Einn samninganefndarmanna taldi að líta mætti svo á að með slíkri yfirlýsingu væri verið að stöðva viðræðurnar. Þarna kemur í raun fram að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd VG, hafi bannað fulltrúa sínum að semja um neitt annað en tolla. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hversu ósamstíga stjórnarflokkarnir tveir hafa verið í þessu aðildarferli öllu. Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands segir að töf á aðildarviðræðum skrifist því í raun að hluta á Vinstri græna. „Upp að ákveðnu marki þá gerir það það auðvitað. Þeirra afstaða hefur verið á þann veg og það er auðvitað bara eðlileg afleiðing af þeirra afstöðu." Þorsteinn segir að ekki sé þó hægt að skella allri skuldinni á Vinstri græna. Engar breytingar er fyrirhugaðar á aðildarviðræðunum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Þorsteinn telur slíkt ástæðulaust, en segir eðlilegt sé að setja markmið um að ljúka viðræðum á næsta kjörtímabili. „Ég tel ástæðulaust að gera hlé. En menn þurfa að gefa sér lengri tíma og flytja þetta mál yfir á næsta kjörtímabil, það er skynsamlegt að gera það," segir hann. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Ekki verður gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir ákall um slíkt frá ráðherrum Vinstri grænna. Vinstri græn bera að hluta ábyrgð á töfum á aðildarviðræðunum, enda neitaði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að veita umboð til að semja um annað en tollvernd í landbúnaði. Síðustu daga hafa þrír ráðherrar Vinstri grænna farið mikinn og sagst vilja endurskoða aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Af 35 samningsköflum hafa aðeins 18 verið opnaðir. Töf á viðræðum við sambandið skrifast samt að hluta á Vinstri græn. Það bera fundargerðir samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu með sér. Til dæmis fundargerð frá 19. maí í fyrra. Þar lýsir formaður samninganefndarinnar því yfir að umboð fulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í samninganefndinni sé takmarkað að því er varðar skoðun á öðrum kostum en tollvernd auk þess sem ekki væri til staðar umboð til að vinna að áætlanagerð. Einn samninganefndarmanna taldi að líta mætti svo á að með slíkri yfirlýsingu væri verið að stöðva viðræðurnar. Þarna kemur í raun fram að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd VG, hafi bannað fulltrúa sínum að semja um neitt annað en tolla. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hversu ósamstíga stjórnarflokkarnir tveir hafa verið í þessu aðildarferli öllu. Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands segir að töf á aðildarviðræðum skrifist því í raun að hluta á Vinstri græna. „Upp að ákveðnu marki þá gerir það það auðvitað. Þeirra afstaða hefur verið á þann veg og það er auðvitað bara eðlileg afleiðing af þeirra afstöðu." Þorsteinn segir að ekki sé þó hægt að skella allri skuldinni á Vinstri græna. Engar breytingar er fyrirhugaðar á aðildarviðræðunum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Þorsteinn telur slíkt ástæðulaust, en segir eðlilegt sé að setja markmið um að ljúka viðræðum á næsta kjörtímabili. „Ég tel ástæðulaust að gera hlé. En menn þurfa að gefa sér lengri tíma og flytja þetta mál yfir á næsta kjörtímabil, það er skynsamlegt að gera það," segir hann.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira