Innlent

Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi

Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf.

Guðni ræddi málið stuttlega í útvarpsþættinum Í bítið í morgun. „Ég hef það bara gott þakka þér fyrir," sagði Guðni þegar Heimir Karlsson þáttarstjórnandi spurði út í líðan hans en Guðni var í þættinum ásamt annarri gamalli knattspyrnukempu, Guðmundi Torfasyni til að ræða um íslandsmótið í knattspyrnu sem er nýhafið.

„Ég er alveg gróinn sára minna en það sem er nú aðalmálið er að Skúli framkvæmdastjóri hjá okkur sem varð aðallega fyrir árásinni er á góðum batavegi," sagði Guðni og bætti við að það væri mikill léttir fyrir alla.

Framkvæmdastjóri Lagastoðar, Skúli Sigurz, var stunginn margsinnis og lá lengi alvarlega slasaður á gjörgæslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×