Fótbolti

Hogdson heiðraður í Finnlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson hefur verið aðlaður í Finnlandi fyrir störf sín með finnska knattspyrnulandsliðinu á sínum tíma.

Hodgson stýrði Finnum í tæp tvö ár og var ekki langt frá því að koma liðinu í úrslitakeppni EM 2008.

„Sá tími sem Roy var með landsliðinu gerði mikið fyrir finnska knattspyrnumenningu," sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands. „Með Roy tileinkaði liðið sér meiri fagmennsku og agaðri leik."

Í dag er Hodgson þjálfari enska landsliðsins en segja má að árangur hans með finnska landsliðið hafi endurlífgað þjálfaraferil hans í Englandi en Fulham réði hann til starfa haustið 2007.

Hann þjálfaði einnig Liverpool og West Brom áður en hann enska knattspyrnusambandið leitaði til hans síðastliðið vor.

„Ég naut lífsins mjög í Finnlandi. Ekki bara í mínu starfi heldur utan þess einnig. Ég vona að samband mitt við Finnland, sem hefur verið frábært, muni verði enn betra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×