Þrír leikir fóru fram í þýsku 2. deildinni í dag en Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Bochum gerðu 1-1 jafntefli við Ingostadt.
Dynamo Dresden bar sigur úr býtum gegn Erzgebirge Aue 3-1 og Kaiserslautern gerði 1 – 1 jafntefli við Braunschweig.
Braunschweig er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig en Bochum er í því 11. með níu stig.
Hólmar Örn og félagar í Bochum gerðu jafntefli við Ingostadt
Stefán Árni Pálsson skrifar
