Icelandair krefur hælisleitendurna um skaðabætur Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 16:01 Mennirnir laumuðust inn í flugvél Icelandair. Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á máli hælisleitendanna tveggja sem laumuðust inn í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Talið er að brot þeirra varði við almenn hegningarlög og log um loftferðir. Auk þess að hafa laumast inn í flugvélina eru mennirnir taldir hafa reynt að laumast með Eimskipum til Bandaríkjanna. Annar mannanna er að auki grunaður um þjófnaði, en mennirnir stálu meðal annars fatnaði til að líkjast starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að við yfirheyrslur hafi mennirnir í upphafi reynt að afvegaleiða lögregluna og skýrt rangt frá um ferðir sínar inn á haftasvæðið. Eftir gagnaöflun og vettvangsrannsókn skýrðu þeir hins vegar frá ferðum sínum í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til annars en að þeir hefðu farið um borð í flugvélina í þeim tilgangi einum að komast með henni frá landinu. Þeir sýndu aldrei af sér ofbeldishegðun, hvorki gagnvart áhöfn flugvélarinnar, starfsmönnum flugvallarins né lögreglu og ekkert kom fram sem benti til þess að þeir hafi valdið skemmdum eða haft slíkt í hyggju. Tvímenningarnir sem talið er að séu um tvítugt eru báðir hælisleitendur hér á landi og dvelja á Fit í Reykjanesbæ. Þeir komu báðir til landsins í apríl, annar með Norrænu til Seyðisfjarðar en hinn með flugi í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá þeim tíma hafa þeir verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum en við komuna til landsins þóttust þeir vera börn að aldri en aldursgreining hjá lækni bendir til annars. Eftir að mennirnir voru gripnir í vél Icelandair var flugvélin tekin í öryggisskoðun, önnur vél fengin til flugsins og önnur áhöfn vegna hvíldartímaákvæða. Brottför flugsins seinkaði um fjórar klukkustundir af þessum sökum. Icelandair lagði fram skaðabótakröfu á hendur mönnunum vegna þessa tjóns sem félagið varð fyrir af þeirra völdum. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á máli hælisleitendanna tveggja sem laumuðust inn í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Talið er að brot þeirra varði við almenn hegningarlög og log um loftferðir. Auk þess að hafa laumast inn í flugvélina eru mennirnir taldir hafa reynt að laumast með Eimskipum til Bandaríkjanna. Annar mannanna er að auki grunaður um þjófnaði, en mennirnir stálu meðal annars fatnaði til að líkjast starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að við yfirheyrslur hafi mennirnir í upphafi reynt að afvegaleiða lögregluna og skýrt rangt frá um ferðir sínar inn á haftasvæðið. Eftir gagnaöflun og vettvangsrannsókn skýrðu þeir hins vegar frá ferðum sínum í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til annars en að þeir hefðu farið um borð í flugvélina í þeim tilgangi einum að komast með henni frá landinu. Þeir sýndu aldrei af sér ofbeldishegðun, hvorki gagnvart áhöfn flugvélarinnar, starfsmönnum flugvallarins né lögreglu og ekkert kom fram sem benti til þess að þeir hafi valdið skemmdum eða haft slíkt í hyggju. Tvímenningarnir sem talið er að séu um tvítugt eru báðir hælisleitendur hér á landi og dvelja á Fit í Reykjanesbæ. Þeir komu báðir til landsins í apríl, annar með Norrænu til Seyðisfjarðar en hinn með flugi í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá þeim tíma hafa þeir verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum en við komuna til landsins þóttust þeir vera börn að aldri en aldursgreining hjá lækni bendir til annars. Eftir að mennirnir voru gripnir í vél Icelandair var flugvélin tekin í öryggisskoðun, önnur vél fengin til flugsins og önnur áhöfn vegna hvíldartímaákvæða. Brottför flugsins seinkaði um fjórar klukkustundir af þessum sökum. Icelandair lagði fram skaðabótakröfu á hendur mönnunum vegna þessa tjóns sem félagið varð fyrir af þeirra völdum.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira