Sveitarstjórnarmenn rólegir yfir snjóflóðavarnargörðum 14. ágúst 2012 09:30 Til stendur að ljúka við mestallar framkvæmdir vegna snjóflóðavarna á landinu árið 2020. Ofanflóðasjóður styrkir 12 bæjarfélög á landinu við framkvæmdir. Mynd/Kristín Hávarðsdóttir Sveitarstjórnarmenn bæjarfélaga þar sem framkvæmdir við snjóflóðavarnir eru í kortunum sýna töfum fullan skilning. Allir bera Ofanflóðanefnd vel söguna. Yfir tugur milljarða fer í varnir á næstu árum. Siglfirðingar bíða nú eftir samþykki ríkisstjórnar fyrir áframhaldandi framkvæmdum við snjóflóðavarnir. Ingvar Erlingsson, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, segir að þrátt fyrir miklar framkvæmdir undanfarin misseri sé töluvert verk óunnið. „Í haust byrja framkvæmdir við vegarlagningu upp að svæðinu. Þvergarðarnir eru búnir, en það á eftir að fá grænt ljós vegna stoðvirkja, sem eru grunnur þessara varna,“ segir hann. Áætlaður kostnaður Ofanflóðasjóðs vegna Siglufjarðar er talinn hlaupa á tveimur milljörðum króna. Magnús Jóhannesson, formaður ofanflóðanefndar, telur mjög góðar líkur á því að frekari framkvæmdir við Siglufjörð geti hafist á næsta ári. „Það er enn verið að vinna að kostnaðarmati á verkinu sem verður svo boðið út, enda stórt,“ segir Magnús, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki tvö til þrjú ár. Fram kemur í fjárlögum þessa árs að óskað hafi verið eftir tímabundnu framlagi til verkefna við snjóflóðavarnir á Ísafirði og Patreksfirði. Áætlaður kostnaður við þessar tvær framkvæmdir er um einn milljarður króna. Gert er ráð fyrir að sú vinna samsvari um 70 ársverkum. Ofanflóðasjóður hefur yfir að ráða um 10,3 milljörðum króna, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Til stendur að ljúka við uppbyggingu snjóflóðavarnargarða í sjö bæjarfélögum fyrir árið 2020, en upphaflegu áætluninni hefur seinkað um tíu ár. Þegar framkvæmdum lýkur verða snjóflóðagarðar í hlíðunum fyrir ofan tólf bæi og þorp víðs vegar á landinu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir allt útlit fyrir að greiðari framgangur verkefna muni hefjast árið 2013 miðað við þær tillögur sem fram hafa komið fyrir næstu fjárlög. Hlutverk ofanflóðanefndar er að ráðstafa fé úr Ofanflóðasjóði og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórna um varnarvirki fyrir hættusvæði sem þegar hafa verið byggð og um kaup eða flutning húseigna í stað þess að reisa varnarvirki eða beita öðrum varnaraðgerðum vegna ofanflóða. sunna@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn bæjarfélaga þar sem framkvæmdir við snjóflóðavarnir eru í kortunum sýna töfum fullan skilning. Allir bera Ofanflóðanefnd vel söguna. Yfir tugur milljarða fer í varnir á næstu árum. Siglfirðingar bíða nú eftir samþykki ríkisstjórnar fyrir áframhaldandi framkvæmdum við snjóflóðavarnir. Ingvar Erlingsson, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, segir að þrátt fyrir miklar framkvæmdir undanfarin misseri sé töluvert verk óunnið. „Í haust byrja framkvæmdir við vegarlagningu upp að svæðinu. Þvergarðarnir eru búnir, en það á eftir að fá grænt ljós vegna stoðvirkja, sem eru grunnur þessara varna,“ segir hann. Áætlaður kostnaður Ofanflóðasjóðs vegna Siglufjarðar er talinn hlaupa á tveimur milljörðum króna. Magnús Jóhannesson, formaður ofanflóðanefndar, telur mjög góðar líkur á því að frekari framkvæmdir við Siglufjörð geti hafist á næsta ári. „Það er enn verið að vinna að kostnaðarmati á verkinu sem verður svo boðið út, enda stórt,“ segir Magnús, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki tvö til þrjú ár. Fram kemur í fjárlögum þessa árs að óskað hafi verið eftir tímabundnu framlagi til verkefna við snjóflóðavarnir á Ísafirði og Patreksfirði. Áætlaður kostnaður við þessar tvær framkvæmdir er um einn milljarður króna. Gert er ráð fyrir að sú vinna samsvari um 70 ársverkum. Ofanflóðasjóður hefur yfir að ráða um 10,3 milljörðum króna, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Til stendur að ljúka við uppbyggingu snjóflóðavarnargarða í sjö bæjarfélögum fyrir árið 2020, en upphaflegu áætluninni hefur seinkað um tíu ár. Þegar framkvæmdum lýkur verða snjóflóðagarðar í hlíðunum fyrir ofan tólf bæi og þorp víðs vegar á landinu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir allt útlit fyrir að greiðari framgangur verkefna muni hefjast árið 2013 miðað við þær tillögur sem fram hafa komið fyrir næstu fjárlög. Hlutverk ofanflóðanefndar er að ráðstafa fé úr Ofanflóðasjóði og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórna um varnarvirki fyrir hættusvæði sem þegar hafa verið byggð og um kaup eða flutning húseigna í stað þess að reisa varnarvirki eða beita öðrum varnaraðgerðum vegna ofanflóða. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira