Deilt um sumarhús í Heiðmörk Erla Hlynsdóttir skrifar 14. ágúst 2012 21:04 Við Helluvatn Mynd/Stöð 2 Um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þurfa að yfirgefa húsin fyrir áramót eftir að Orkuveitan framlengdi ekki leigusamning. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafa stofnað félag og ætla að verjast Orkuveitunni. Þá var rætt við Rögnu Þorsteins sem á hús sem foreldrar hennar eignuðust þegar hún var árs gömul, og var byggt árið 1928. Rögnu svíður að þurfa ða yfirgefa æskuheimilið. Það var í lok síðasta árs sem sumarhúsaeigendurnir fengu bréf frá Orkuveitunni að leigusamningur rynni endanlega út 1. janúar 2013. Eigendurnir leituðu réttar síns hjá Kærunefnd húsamála sem enn hefur ekki komist að niðurstöðu í málinu. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir að leigusamningur verði ekki lengur framlengdur, því samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 2001 sé svæðið skilgreint sem vatnsverndarsvæði. Sem landeigandi þurfi Orkuveitan að fara eftir skipulaginu og vegna þess sé íbúabyggðin víkjandi. Íbúum var fyrst tilkynnt árið 2004 að fyrirhugað væri að framlengja ekki samninginn. Eiríkur segir það ekki hafa komið á óvart að húsaeigendurnir væru ósáttir. „Alls ekki. Þessir hagsmunir íbúanna eru mjög skiljanlegir. Það þarf hins vegar að vega þá á móti almannahagsmununum af vatnsverndinni."Að samningstíma loknum, hvað verður um húsin? Verða þau rifin? „Orkuveita Reykjavíkur fer ekki fram með neinu offorsi í þessu máli. Við viljum reyna að leysa málin í sátt."En ef það nást ekki sættir? „Maður gerir sér alltaf vonir um sættir þegar slíkt viðfangsefni er á borðinu og ég ætla ekki að gera mér neitt fyrirfram í þeim efnum."Gæti komið til þess að það þyrfti hreinlega að bera íbúana út? „Ég vil ekkert segja um það á þessari stundi. Auðvitað leitum við sátta í svona málum. Það er alveg ljóst."Tengdar fréttir:Orkuveitan framlengir ekki leigusamninga Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þurfa að yfirgefa húsin fyrir áramót eftir að Orkuveitan framlengdi ekki leigusamning. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafa stofnað félag og ætla að verjast Orkuveitunni. Þá var rætt við Rögnu Þorsteins sem á hús sem foreldrar hennar eignuðust þegar hún var árs gömul, og var byggt árið 1928. Rögnu svíður að þurfa ða yfirgefa æskuheimilið. Það var í lok síðasta árs sem sumarhúsaeigendurnir fengu bréf frá Orkuveitunni að leigusamningur rynni endanlega út 1. janúar 2013. Eigendurnir leituðu réttar síns hjá Kærunefnd húsamála sem enn hefur ekki komist að niðurstöðu í málinu. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir að leigusamningur verði ekki lengur framlengdur, því samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 2001 sé svæðið skilgreint sem vatnsverndarsvæði. Sem landeigandi þurfi Orkuveitan að fara eftir skipulaginu og vegna þess sé íbúabyggðin víkjandi. Íbúum var fyrst tilkynnt árið 2004 að fyrirhugað væri að framlengja ekki samninginn. Eiríkur segir það ekki hafa komið á óvart að húsaeigendurnir væru ósáttir. „Alls ekki. Þessir hagsmunir íbúanna eru mjög skiljanlegir. Það þarf hins vegar að vega þá á móti almannahagsmununum af vatnsverndinni."Að samningstíma loknum, hvað verður um húsin? Verða þau rifin? „Orkuveita Reykjavíkur fer ekki fram með neinu offorsi í þessu máli. Við viljum reyna að leysa málin í sátt."En ef það nást ekki sættir? „Maður gerir sér alltaf vonir um sættir þegar slíkt viðfangsefni er á borðinu og ég ætla ekki að gera mér neitt fyrirfram í þeim efnum."Gæti komið til þess að það þyrfti hreinlega að bera íbúana út? „Ég vil ekkert segja um það á þessari stundi. Auðvitað leitum við sátta í svona málum. Það er alveg ljóst."Tengdar fréttir:Orkuveitan framlengir ekki leigusamninga
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira