Fótbolti

Mano Menezes, landsliðsþjálfari Brasilíu, var rekinn í gær

SÁP skrifar
Mano Menezes
Mano Menezes Mynd / Getty Images
Mano Menezes, landsliðsþjálfari Brasilíu, var í gær sagt upp störfum en Menezes tók við liðinu árið 2010 eftir heimsmeistaramótið í Suður-Afríku.

Brasilíska liðið hefur ekki staðið undir væntingum undanfarinn misseri og duttu til að mynda úr leik í Copa America keppninni í 8-liða úrslitum á síðasta ári.

Andres Sanchez, forseti knattspyrnusambansins í Brasilíu, gaf upp þær ástæður að hann vildi fá nýjar áherslur í liðið og byrja nú þegar að undirbúa heimsmeistaramótið árið 2014 sem fram fer í heimalandinu, Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×