Fótbolti

Eiður og Arnar aftur í botnsætið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eiður náði ekki að skora í kvöld
Eiður náði ekki að skora í kvöld
Cercle Brugge tapaði 3-1 á útivelli fyrir Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru báðir í byrjunarliði Cercle en náðu ekki að skora.

Kortrijk komst yfir strax á 7. mínútu en Bakenga jafnaði metin á 33. mínútu og þar við sat í hálfleik.

Kortrijk skoraði tvö mörk á 12 síðustu mínútum leiksins og féll Cercle þar með í botnsætið á ný þar sem Waasland-Beveren vann góðan útisigur á Mechelen 1-0.

Cercle er með 11 stig í neðsta sæti deildarinnar í 17 leikjum en Waasland-Beveren er með 14 stig í sætinu á undan.

Arnar Þór lék fyrstu 80 mínútur leiksins en Eiður Smári allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×