Innlent

Óbyggðanefnd berast kröfur ráðherra varðandi Norðvesturland

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. MYND/Oddur Sigurðsson
Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkisins afhent Óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á Norðvesturlandi. Kröfurnar varða eignaréttarlega stöðu lands í Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga.

Þeir sem telja sig eiga eignarréttindi á svæðinu sem ekki samrýmast kröfum Fjármálaráðherra verða að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd innan sex mánaða, nánar tiltekið fyrir 7. janúar 2013. Óbyggðanefnd úrskurðar í kjölfarið um hvort um sé að ræða eignarlönd eða þjóðlendur.

Nákvæma lýsingu á kröfum Fjármálaráðherra má finna á heimasíðu nefndarinnar.

Verkefni óbyggðanefndar er í stuttu máli að úrskurða um mörk eignarlanda og þjóðlendna og hver séu eignarréttindi innan þjóðlendna. Óbyggðanefnd hefur þegar lokið umfjöllun um 70% landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×