Barcelona hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Dani Alves sé viðbeinsbrotinn og verði frá næstu tvo mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð í dag.
Alves mun því missa af úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar þann 25. maí en þá mætir Barcelona liði Athletic Bilbao.
Hann meiddist á æfingu í morgun og var sendur í aðgerð stuttu eftir að læknisskoðun leiddi í ljós hversu alvarleg meiðslin væru.
Alves mun geta byrjað að æfa á ný í júlí en þá hefst undirbúningur Barcelona fyrir nýtt tímabil.
Alves missir af úrslitaleiknum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið?
Íslenski boltinn



Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United
Enski boltinn




Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi
Fótbolti
Fleiri fréttir
