Barcelona rústaði Valencia | Messi skoraði fjögur Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2012 20:00 Barcelona rústaði Valencia 5-1 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Argentínumaðurinn Lionel Messi gerði ekki nema fjögur mörk. Leikmenn Valencia fengur heldur betur algjöra draumabyrjun á Neu Camp í kvöld þegar liðið komst yfir í upphafi leiksins. Pablo Piatti laumaði boltanum framhjá Victor Valdez í marki Barca á 10. mínútu. Barcelona sótti án afláts næstu mínútur og ætluðu greinilega að jafna metin um hæl. Lionel Messi skoraði síðan fyrsta mark heimamanna á 22. mínútu, en markið kom eftir frábært samspil liðsins. Messi var aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar þegar hann nýtti sér markmannsmistök Diego Alves og potaði boltanum yfir línuna. Staðan var 2-1 fyrir Barcelona í hálfleik. Lionel Messi fullkomnaði síðan þrennuna á 76. mínútu og kom Barcelona í 3-1. Mark sem var algjört rothögg fyrir Valencina. Besti fótboltamaður heimsins var síðan enn einu sinni á ferðinni fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann slapp einn í gegn og vippaði boltanum yfir Diego Alves í markinu. Fjórða mark hans í leiknum og nú hefur hann skorað 27 mörk í deildinni. Xavi skoraði síðan fimmta mark Barcelona þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og staðan orðin 5-1. Barcelona er því enn í öðru sæti deildarinnar með 51 stig en Real Madrid er tíu stigum á undan þeim með 61 stig. Þrátt fyrir stórsigurinn í kvöld þá verður róðurinn virkilega þungur fyrir Barcelona ef þeir ætla sér að verða spænskir meistarar.Úrslit dagsins: Granada - Real Sociedad - 4 - 1 Athletic Bilbao - Malaga - 3 - 0 Mallorca - Villarreal - 4 - 0 Sporting Gijon - Atletico Madrid - 1 - 1 Levante - Rayo Vallecano - 3 - 5 Barcelona - Valencia - 2 - 1 Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Barcelona rústaði Valencia 5-1 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Argentínumaðurinn Lionel Messi gerði ekki nema fjögur mörk. Leikmenn Valencia fengur heldur betur algjöra draumabyrjun á Neu Camp í kvöld þegar liðið komst yfir í upphafi leiksins. Pablo Piatti laumaði boltanum framhjá Victor Valdez í marki Barca á 10. mínútu. Barcelona sótti án afláts næstu mínútur og ætluðu greinilega að jafna metin um hæl. Lionel Messi skoraði síðan fyrsta mark heimamanna á 22. mínútu, en markið kom eftir frábært samspil liðsins. Messi var aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar þegar hann nýtti sér markmannsmistök Diego Alves og potaði boltanum yfir línuna. Staðan var 2-1 fyrir Barcelona í hálfleik. Lionel Messi fullkomnaði síðan þrennuna á 76. mínútu og kom Barcelona í 3-1. Mark sem var algjört rothögg fyrir Valencina. Besti fótboltamaður heimsins var síðan enn einu sinni á ferðinni fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann slapp einn í gegn og vippaði boltanum yfir Diego Alves í markinu. Fjórða mark hans í leiknum og nú hefur hann skorað 27 mörk í deildinni. Xavi skoraði síðan fimmta mark Barcelona þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og staðan orðin 5-1. Barcelona er því enn í öðru sæti deildarinnar með 51 stig en Real Madrid er tíu stigum á undan þeim með 61 stig. Þrátt fyrir stórsigurinn í kvöld þá verður róðurinn virkilega þungur fyrir Barcelona ef þeir ætla sér að verða spænskir meistarar.Úrslit dagsins: Granada - Real Sociedad - 4 - 1 Athletic Bilbao - Malaga - 3 - 0 Mallorca - Villarreal - 4 - 0 Sporting Gijon - Atletico Madrid - 1 - 1 Levante - Rayo Vallecano - 3 - 5 Barcelona - Valencia - 2 - 1
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira