Innlent

90 ár síðan fyrsta kona tók sæti

Níutíu ár eru liðin síðan fyrsta konan tók sæti á Alþingi. Ingibjörg sat á þingi fyrir Kvennalistann, Sjálfstæðisflokkinn og Íhaldsflokkinn.
Níutíu ár eru liðin síðan fyrsta konan tók sæti á Alþingi. Ingibjörg sat á þingi fyrir Kvennalistann, Sjálfstæðisflokkinn og Íhaldsflokkinn.
Haldið verður upp á það á morgun að níutíu ár verða liðin frá því að Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi, fyrst kvenna.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur boðið öllum konum, sem tekið hafa sæti á þingi sem þingmenn og varaþingmenn, til hátíðarsamkomu vegna þessa í Alþingishúsinu. Ásta Ragnheiður mun flytja ávarp og fyrrverandi þingmennirnir Kristín Ástgeirsdóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir munu einnig flytja erindi. Kristín mun fjalla um Ingibjörgu og Helga Guðrún um stjórnmálaþátttöku kvenna. Þá mun kvennakórinn Vox feminae syngja við athöfnina.

Ingibjörg var landskjörin alþingismaður í átta ár, frá 1922 til 1930. Hún var kjörin á þing fyrir Kvennalistann í landskjöri en sat einnig á þingi fyrir Íhaldsflokkinn og svo Sjálfstæðisflokkinn.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×