Árni Páll og Guðbjartur oftast nefndir sem arftakar Jóhönnu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júlí 2012 19:53 Prófkjör verða hjá Samfylkingunni í haust og úrslitin úr þeim gætu skipt sköpum um hver verður næsti formaður flokksins ef forsætisráðherra ákveður að gefa ekki kost á sér. Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson eru oftast nefndir sem verðugir arftakar ef Jóhanna Sigurðardóttir ákveður að hætta. Talið er líklegt að Jóhanna gefi ekki áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar. Ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í áramótablaði Viðskiptablaðsins frá sl. vetri gefa þessu byr undir báða vængi en þá sagði Össur: „Það mun reynast flokki eins og Samfylkingunni [...] mjög erfitt að fara í gegnum næstu kosningar nema flokkurinn hafi náð að endurnýja sig, bæði forystuna og ekki síður hugmyndir sínar." Össur hefur sjálfur skýrt og ákveðið lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á að verða formaður flokksins að nýju. Þess skal getið að Jóhanna sjálf hefur nær ekkert gefið út um þessi mál og því alls ekki útilokað að hún gefi kost á sér áfram sem formaður. Fréttastofan hafði í dag samband við stóran hluta þingflokks Samfylkingarinnar og annað áhrifafólk í flokknum til að kanna afstöðu þeirra. Áréttað skal að þetta eru vangaveltur sem ráðast á endanum á afstöðu forsætisráðherra en hún hefur sagt að hún ætli að gera upp hug sinn í haust. Þeir sem langoftast voru nefndir voru Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson. Þá var Katrín Júlíusdóttir einnig oft nefnd, þó nafn hennar hafi ekki borið jafn oft á góma og hinna tveggja. Tekið skal fram að menn voru aðeins beðnir um að nefna þann eða þá sem viðkomandi taldi líklega til að gefa kost á sér í embætti formanns, en ekki endilega þá sem nutu stuðnings viðkomandi.Harður slagur framundan í suðvesturkjördæmi Öll þrjú hafa nokkra ráðherrareynslu. Árni Páll er 46 ára, Guðbjartur varð 62 ára í júní en Katrín er langyngst þeirra þriggja eða 37 ára. Enginn þeirra hefur opinberlega lýst yfir áhuga á embætti formanns, en svo virðist sem gengið sé út frá því að þeir Árni Páll og Guðbjartur gefi kost á sér. Talið er að Dagur B. Eggertsson, núverandi varaformaður flokksins og oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, verði að gefa kost á sér í prófkjöri og stefna á þing ef hann ætli að bjóða sig fram, en hann náði góðu kjöri í embætti varaformanns fyrir aðeins þremur árum þar sem hann sigraði Árna Pál nokkuð örugglega. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að árangur Samfylkingarinnar í síðustu tveimur borgarstjórnarkosningum hafi verið undir væntingum og hann hafi þegar fengið tækifæri til að sanna sig sem forystumaður. Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við um þessi mál gáfu álit sitt með fyrirvara um virðingu og tillitssemi við forsætisráðherra, þar sem hún hefði ekki gefið út hvort hún gæfi kost á sér áfram. Þá voru jafnframt ekki allir tilbúnir að svara spurningunni. Tímasetning prófkjara hjá Samfylkingunni gæti skipt miklu máli um hver verður næsti fomaður. Hér má nefna Suðvesturkjördæmi, sem er vígi bæði Katrínar Júlíusdóttur og Árna Páls Árnasonar. Niðurstaða í prófkjöri í þessu kjördæmi gæti haft grundvallarþýðingu, að mati viðmælenda fréttastofunnar, ef þau Árni Páll og Katrín hafa bæði augastað í formannsstólnum. Að sögn Margrétar S. Björnsdóttur, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, er gert ráð fyrir að prófkjör flokksins verði í október eða nóvember næstkomandi. Þá sé stefnt að því að landsfundur verði í upphafi næsta árs. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Prófkjör verða hjá Samfylkingunni í haust og úrslitin úr þeim gætu skipt sköpum um hver verður næsti formaður flokksins ef forsætisráðherra ákveður að gefa ekki kost á sér. Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson eru oftast nefndir sem verðugir arftakar ef Jóhanna Sigurðardóttir ákveður að hætta. Talið er líklegt að Jóhanna gefi ekki áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar. Ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í áramótablaði Viðskiptablaðsins frá sl. vetri gefa þessu byr undir báða vængi en þá sagði Össur: „Það mun reynast flokki eins og Samfylkingunni [...] mjög erfitt að fara í gegnum næstu kosningar nema flokkurinn hafi náð að endurnýja sig, bæði forystuna og ekki síður hugmyndir sínar." Össur hefur sjálfur skýrt og ákveðið lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á að verða formaður flokksins að nýju. Þess skal getið að Jóhanna sjálf hefur nær ekkert gefið út um þessi mál og því alls ekki útilokað að hún gefi kost á sér áfram sem formaður. Fréttastofan hafði í dag samband við stóran hluta þingflokks Samfylkingarinnar og annað áhrifafólk í flokknum til að kanna afstöðu þeirra. Áréttað skal að þetta eru vangaveltur sem ráðast á endanum á afstöðu forsætisráðherra en hún hefur sagt að hún ætli að gera upp hug sinn í haust. Þeir sem langoftast voru nefndir voru Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson. Þá var Katrín Júlíusdóttir einnig oft nefnd, þó nafn hennar hafi ekki borið jafn oft á góma og hinna tveggja. Tekið skal fram að menn voru aðeins beðnir um að nefna þann eða þá sem viðkomandi taldi líklega til að gefa kost á sér í embætti formanns, en ekki endilega þá sem nutu stuðnings viðkomandi.Harður slagur framundan í suðvesturkjördæmi Öll þrjú hafa nokkra ráðherrareynslu. Árni Páll er 46 ára, Guðbjartur varð 62 ára í júní en Katrín er langyngst þeirra þriggja eða 37 ára. Enginn þeirra hefur opinberlega lýst yfir áhuga á embætti formanns, en svo virðist sem gengið sé út frá því að þeir Árni Páll og Guðbjartur gefi kost á sér. Talið er að Dagur B. Eggertsson, núverandi varaformaður flokksins og oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, verði að gefa kost á sér í prófkjöri og stefna á þing ef hann ætli að bjóða sig fram, en hann náði góðu kjöri í embætti varaformanns fyrir aðeins þremur árum þar sem hann sigraði Árna Pál nokkuð örugglega. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að árangur Samfylkingarinnar í síðustu tveimur borgarstjórnarkosningum hafi verið undir væntingum og hann hafi þegar fengið tækifæri til að sanna sig sem forystumaður. Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við um þessi mál gáfu álit sitt með fyrirvara um virðingu og tillitssemi við forsætisráðherra, þar sem hún hefði ekki gefið út hvort hún gæfi kost á sér áfram. Þá voru jafnframt ekki allir tilbúnir að svara spurningunni. Tímasetning prófkjara hjá Samfylkingunni gæti skipt miklu máli um hver verður næsti fomaður. Hér má nefna Suðvesturkjördæmi, sem er vígi bæði Katrínar Júlíusdóttur og Árna Páls Árnasonar. Niðurstaða í prófkjöri í þessu kjördæmi gæti haft grundvallarþýðingu, að mati viðmælenda fréttastofunnar, ef þau Árni Páll og Katrín hafa bæði augastað í formannsstólnum. Að sögn Margrétar S. Björnsdóttur, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, er gert ráð fyrir að prófkjör flokksins verði í október eða nóvember næstkomandi. Þá sé stefnt að því að landsfundur verði í upphafi næsta árs. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira